T100 Leiðbeiningar og Spurt og Svarað

Leiðbeiningar á Íslensku:

1) Leiðbeiningar þegar úrið er fyrst notað:

a. Kveiktu á úrinu með því að halda inni snertitakkanum á úrinu
b. Vertu viss um að úrið sé fullhlaðið ef snertitakkinn kveikir ekki á úrinu
c. Ef rafhlaðan er tóm, vinsamlegast hladdu úrið áður en lengra er haldið
d. Eftir að hafa kveikt á úrinu, tengdu úrið við appið "Hey band" til að stilla klukku.

2) Að niðurhala appinu:
Hægt er að niðurhala appinu "Hey band" á "App store" (IOS) eða Google play store (Android) Síminn verður að vera með stýrikerfin Android 4.4 og uppúr eða IOS 7 og uppúr.

Eftir að hafa náð í appið þarf að skrá sig inn
-hægt er að skrá sig í gegnum Facebook sem er langeinfaldast, þar er hægt með því að ýta á "Sign in with" hnappinn og velja síðan Facebook.
-Einnig er hægt að skrá sig inn með netfangi, þá er "register with email" valið

Nú kemur að því að tengja úrið við símann:

Passa verður upp á að það sé kveikt á bluetooth í símanum!

a) ýttu á snertitakkan þangað til þú ert kominn á kaloríumyndina á úrinu.
b) haltu snertitakkanum inni í 2.sek. á þeirri mynd og þú ætti að sjá nafn úrsins.

Nú ætti nafn úrsins (sama nafn og birtist á skjánum) að birtast í símanum og þú velur það.

Nú þarf að velja kyn og þyngd. 

Eftir að hafa tengt úrið byrjar það að mæla svefn, hreyfingar o.s.frv. Framhaldið ætti að vera nokkuð ljóst.

3) Fítusar:

a) Skrefateljari:
Telur skrefin þín yfir daginn, tíma sem eytt hefur verið í göngu, vegalengd og telur kaloríur.

b) Svefnmælir:
Mælir gæði svefns þíns, "telur" djúpan og grunnan svefn.

c) Heilsumælingar:
(Þetta er tilvitnun, ekki til læknisfræðilegrar notkunar) Mælir Heilsumælingar svo sem púls, súrefnismagn í blóði, blóðþrýsting og þreytu.

d) Vekjaraklukka/Skilaboða-tilkynningar:
Vekjaraklukka/sími (titrar þegar síminn hringir)/sms tilkynningar, ef sitið er of lengi, minnir þig á að drekka vatn.

e) Fjarstýrð myndavél: Hægt er að velja "Camera" í appinu, ef snertitakkanum er haldið niðri tekur úrið mynd á símann þráðlaust

Spurt og svarað

Ég get ekki niðurhalað appinu á símann minn, hvað skal gera?
   -Vertu viss um að þú sért með síma sem er með stýrikerfin Android 4.4 og uppúr eða IOS 7 og uppúr. 
   -Vertu viss um að bil sé í nafninu á appinu "Hey band"

Úrið finnst ekki í appinu, hvað skal gera?
   -Vertu viss um að kveikt sé á bluetooth í símanum og vertu viss um að síminn sem þú ert með er með stýrikerfin Android 4.4 og uppúr eða IOS 7 og uppúr. 

Er hægt að tengja úrið við tölvu í stað síma?
   
Nei úrið styður ekki neinar tölvur, einungis er hægt að tengja það við síma sem eru með stýrikerfin Android 4.4 og uppúr eða IOS 7 og uppúr. 

Allar frekari spurningar má senda á hafa samband síðunni hér